Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
banner
rakeldur.bsky.social
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
@rakeldur.bsky.social
Allt um 18. öldina.
Brúnar myndir af brúnu hrafnasparki.
Ég vinn hjá Þjóðskjalasafni Íslands að útgáfu Yfirrréttarins á Íslandi, tíu binda ritröð sem spannar öll dómsmál Yfirréttarins frá 1690-1800.
Pinned
Margir hafa komið að máli við mig og spurt hvernig Yfirrétturinn líti út. (Þeas vinkona mín spurði mig í sundi í fyrradag.)

Ritstjórnarregla 1, 2 og 3 er að svona bók getur mest verið sirka 680 blaðsíður og við troðum eins mörgum árum og hægt er í hvert bindi.
Nú fyrst er Sveinn á sparifötunum. Loksins kom skjal með innsiglinu hans, tveimur hvæsandi snákum sem mynda upphafsstafi hans SS.

Þetta innsigli er klárlega helsta ástæða þess að ég tók ástfóstri við Svein Sölvason þegar ég byrjaði í þessari vinnu 2020.

#SveinnSölvason
December 10, 2025 at 1:38 PM
„... og kan ikke undlade at give ham et lidet reisepass.“

Sveinn Sölvason sendir stiftamtmanni í Danmörku hrút haustið 1754 og getur ekki stillt sig um að gefa út fyrir hann lítið vegabréf.

#SveinnSölvason
December 10, 2025 at 11:19 AM
Í framhaldi af hugleiðingum um hið afskipta Austurland býð ég ykkur upp á danska þýðingu á frásögn lögréttumannsins Eiríks Hafliðasonar á Sprengisandsleið sem hann gaf á Alþingi þann 23. júlí 1770.

Það fegursta sem þið lesið í dag, hefst á bls. 479.
landsnefndin.is
December 10, 2025 at 10:24 AM
... tout contrair ...

Björn Markússon (1716-1791) slær um sig með frönsku.
December 9, 2025 at 3:37 PM
... der er at fare over saa mange ödefielder og fleer...

Dómarr í embættisaflöpum Hans Wium í #Sunnefumáli afsaka seinagang sinn með því að málið sé úr hinni ómögulegu Múlasýslu, svona nokkurn veginn.
December 9, 2025 at 3:01 PM
Sveinn Sölvason á sparifötunum:
December 9, 2025 at 11:06 AM
1/
Herra commissarii vildu gefa sér stund að considerera, að jafnvel þó sýslumaður væri hennar virkilegur barnsfaðir, hvört það var mögulega af henni að prætendera og væntanlegt að hún, svo langt frá öllum landsins háyfirvöldum, ...

#Sunnefumál #PéturÞorsteinsson
December 8, 2025 at 3:05 PM
„... og ligner den (yfirréttarstefna) sin mester Johan Gottorp, hvis maade er at confundere og forvirre sager og giöre dem lige gale og forvirrede som hand selv er.“

Ódagsett niðurlag á kvörtun um leiðinlegasta mann 18. aldar. Sannkallað blast from the past, ég er sem betur fer laus við Jóhann.
Jóhann Gottrup (1691-1755), fyrrverandi sýslumaður í Húnavatnssýslu og fleira.
Lag af vinnuplaylista: Lonely Boy með The Black Keys
kifogklammer.substack.com
December 8, 2025 at 1:51 PM
Í öskjunni lögmannsbréf til stiftamtmanns hef ég fundið tvö bréf frá hinum alræmda landfógeta Christian Drese. Drese var af dómhörðum manni sagður drykkfelldasti embættismaður Íslands um miðja 18. öld.

Hvort sem það er tilviljun eða ekki eru bæði bréfin hans mjög sjúskuð og því næst ólæsileg.
December 8, 2025 at 1:04 PM
Umslagsbrotin í bréfunum eru alltaf svolítið sjarmerandi.

Höyædle og velbaarne hr. Hendrich Ochsen, kongl. Mayts höybetroede stiftbefalingsmand oveer Island og Færöe, samt etatz-, justitz- og cancellieraad, underdanigst a Kiöbenhafn.
December 8, 2025 at 11:02 AM
„Þá þar sem, að ég get frelsað saklausa manneskju frá dauðanum, og að sá fátæki svo vel geti notið réttar sem hinn ríki, læt ég yður hér með vita, að ég vil sjálfur úr mínu eigin veski borga yður 10 ríkisdali fyrir ferð yðar og athafnir í málinu.“
(mín þýðing)

#Sunnefumál #JóakimLafrentz
December 5, 2025 at 12:59 PM
Lengi hefur Þjóðskjalasafn velt því fyrir sér hvernig sé best að ná til almennings með fræðslu og kynningu á starfsseminni, hvaða efni kveiki mest í fólki.

Svarið er nú loksins fundið og það felst í pödduklessum frá 18. öld.
December 5, 2025 at 9:33 AM
1/2
„For hvilcken hans procuration hannem deputeris og tilsigis de 10 rdr. croner hos Hans Wiums her ved stæden værende fuldmægtig Sigurder Ejolfsen, som var destinerede til delinqventene Jon Jonsens og Sunnefe Jonsdaatters exsecution.“

#Sunnefumál
December 4, 2025 at 3:15 PM
„2de söskene ved navn Jon Jonsson og Sunnefa Jonsdatter fra Muhlesyssel ere udj lejeermaal og blodskam med hin anden udi aret 1739 befunden“

Önnur (þriðja?) tilraun til þess að hefja heimildaleit í #Sunnefumál

(og já, við skrifum alla dönsku upp stafrétt en ekki orðrétt eins og íslenskuna. Sorrí)
December 3, 2025 at 2:28 PM
Þetta er svo hrikalega fyndinn titill (og ekki síðra nafnið á 18. aldar píetistanum sem tilvitnunin er fenginn í. Donysius Piper!)
December 3, 2025 at 9:47 AM
Ég ákvað að fyrsta skrefið í heimildaleit í Sunnefumálinu væri að taka til í gömlu word skjölunum frá tíunda áratugnum um aukalögþing. Sú hálf-stofnun, aukalögþingin, var stofnuð vegna þjófnaðaröldu á landinu í kjölfar hungursneyðar.

Er að reyna að gera prótó-efnisyfirlit og ég ER AÐ DRUKKNA.
November 25, 2025 at 1:28 PM
Kápa utan um afrit af kafla í Norsku lögum (???) frá 1744. Mjög óvenjulegt, ég hef sent fyrirspurn á forvörð Þjóðskjalasafns.
November 25, 2025 at 10:38 AM
Ókei. 1/2

Sunnefumálið. Alræmt, víðfrægt osfrv.

18 ára langt dómsmál þar sem kona sem hafði verið dæmd til dauða fyrir barneign með bróður sínum ásakaði sýslumanninn um að vera föður að seinna barni sínu, sem hún fæddi í varðhaldi. Ásökunina bar hún fram á Alþingi, í fjarveru sýslumannsins.
November 21, 2025 at 2:39 PM
„Farðu út og hjálpaðu til að skrifa undir protocollen“

Dómskerfi 18. aldar var að breytast úr samfélagsstarfi í sjálfboðavinnu yfir í atvinnu sem krafðist sérþekkingar.

8 bændur úr nágrenninu áttu ýmist að votta dóm sýslumanns eða dæma með honum. Þetta átti að veita aðhald og tryggja réttlæti.
November 21, 2025 at 1:59 PM
„Ég bið þessi höyrespective réttur taki þetta í consideration og yfirvegi, hvort það sé possibile að einn fangi, hvörjum ekkert óttalegt sýnt er, hefði slíkt gjört án þess hann hefði vitað sig sakaðan.“
November 21, 2025 at 1:22 PM
1/2
Að Guðmundarmálinu loknu ætlaði ég aldeilis að róa mig niður með næsta máli í tímaröð, Fölsun kaupmannsseðla, sem er sem stendur 5 bls. í word. Stutt og laggott mál, kannski, vonandi, um þennan séra Þorgeir sem af virðist hafa verið dæmdur til að missa hönd (???) af starfsbræðrum sínum.
November 21, 2025 at 9:53 AM
Hver hefur lengt sjötta bindi Yfirréttarins um 9751 orð í púra aukaefni?

Jú, það var ég, yðar háeðla velbyrðugheita auðmjúkur þénari!
November 20, 2025 at 1:52 PM
Tadaa! Fann bókstaflega eintak yfirréttar af málsskjali D. Er nú uppfull af hæfilegri andakt yfir varðveislu sögunnar.

„Upplesið underdanigst í yfirréttinum d. 14da Julii 1756. Test(era)r Davíð Schieving. Lit. D.“
November 18, 2025 at 1:30 PM
Ég veit að þarna hlýtur bara að standa Friderich. Ikke? En heilinn í mér vill ekkert annað sjá þarna en:

ESPRESSO
November 18, 2025 at 11:27 AM
3. júní 1756. Stiftamtmaður biður amtmann um að senda nokkra íslenska hunda, stóra og litla, með næsta skipi, að bón konungs.
November 17, 2025 at 3:03 PM