Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
banner
rakeldur.bsky.social
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
@rakeldur.bsky.social
460 followers 530 following 480 posts
Allt um 18. öldina. Brúnar myndir af brúnu hrafnasparki. Ég vinn hjá Þjóðskjalasafni Íslands að útgáfu Yfirrréttarins á Íslandi, tíu binda ritröð sem spannar öll dómsmál Yfirréttarins frá 1690-1800.
Posts Media Videos Starter Packs
Pinned
Margir hafa komið að máli við mig og spurt hvernig Yfirrétturinn líti út. (Þeas vinkona mín spurði mig í sundi í fyrradag.)

Ritstjórnarregla 1, 2 og 3 er að svona bók getur mest verið sirka 680 blaðsíður og við troðum eins mörgum árum og hægt er í hvert bindi.
5/5
En nóg um Þorlák, í öskjunni bréf til amtmanns úr Ísafj.sýslu er efni í djúsí úttekt á spillingarástandi í embættistíð Erlends Ólafssonar sýslumanns, sem Þorlákur átti að vera að leysa af eftir að Erlendur missti embættið. Þetta kemst ekki allt í útgáfuna, einhver þarf að skrifa lokaritgerð!
4/
Svo tók við mjög ruglingslegur ferill í veraldlegu embættismannakerfi þar sem hann flutti oft landshorna á milli og, að því er virðist, lagði sig fram um að gefa sínum æðsta embættismann tækifæri til að hneykslast á dugleysi sínu í starfi.
3/
Í ÍÆ má lesa um Þorlák að hann hafi fyrst næstum misst prestsembætti fyrir of bráða barneign með konunni sem hann síðar giftist, svo misst það fyrir drykkjuskap við störf í messu. Uppnefnið prestlausi vísar til þess að hann vantaði embættið, þó það hljómi eins og hann hafi vantað prest.
2/
Mér finnst alltaf smá kikk að sjá rithönd fólks sem er líffræðileg forsenda mín og það gerist svo sannarlega ekki oft. Þorlákur var vandræðagemlingur.

Hér má sjá börn hans og eiginkonur, yngsta fætt 8 mánuðum eftir dauða hans. Móðirin var vinnukona Þorláks. Hmmm.
Hér erum við að horfa á alls konar hluti🧵

1) Rithönd forföður míns í 7. lið, Þorláks prestlausa Guðmundssonar
2) hvernig tregða hans til vinnu varðveitti heimildir um 3 klögumál í Ísafj.sýslu 1750
3) sið Magnúsar Gíslasonar amtmanns að krota uppköst að svari á bréf, svo við vitum hvað honum fannst
Ahh but I have! Read through everything and then came back to the top. Maybe he just really looked like that and it's not the sculptors fault?
(Incidentally, I really thought for a minute that "the great Grinling Gibbons" was some sort of obscure English slang.)
This is the most amazing illustration. Love the hair, the cannon, the stroking of the cannon, and above all, the marvellously conceited look with the twisting lips and scrunched up eyes.
19/19

Ég þarf að skoða þetta betur en er alls ekki viss um að ég muni nokkurn tíma hafa tíma til þess.
18/

Þessar heimildir þarf að meta í samræmi við þá trú sagnfræðinga að brjóstagjöf hafi ekki tíðkast á 18. öld á Íslandi og réttarvenjur í öðrum löndum á tímabilinu þar sem svipaðar skoðanir tíðkuðust eins og Svíþjóð.
17/

Mínar athguasemdir eru þær að miðað við heimildir málanna er of langt liðið frá fæðingu barna sem fóru aldrei á brjóst til að þessir vitnisburðir um flæðandi mjólk geti staðist. Þetta er því þversögn og ráðgáta.
16/

Þá Guðlaug sá mjólkina koma úr brjósti sínu sagði hún: Ég hefi verið svo síðan ég átti barnið á Hurðarbaki. Segðu mér ekki, sagði vitnið, vatnsglæta kynni í þínu brjósti að vera en ekki mjólk.
15/

Guðlaug Ólafsdóttir, ljósmóðirin Málhildur Ólafsdóttir talar:

Það fyrsta skipaði ég Guðlaugu að krækja frá sér og þá vitnið sá hennar brjóst sagði það: Ég þarf ekki meira. Þá sagði prófasturinn: Gangi þér nær. Vitnið tók svo í hennar vinsta brjóst, og kom þar út mjólk.
(framhald)
14/
Segist Kristrún þá sagt hafa að þetta væri mjólk og sjálfsagt væri um þetta. Síðan hafi prófasturinn útgengið og sagst ætla að skilja þær eftir báðar.
(tilvitnun lýkur)
13/

Guðlaug Ólafsdóttir. Kristrún Gestsdóttir ljósmóðir talar:

Kristrún segist hafa verið kölluð af prófastinum að skoða brjóstin á Guðlaugu í skemmunni á Valdastöðum á ofanskrifuðum degi og hafi hún mjólk úr þeim báðum með sinni hendi náð í sinn lófa.
(framhald)
12/

Þar eftir af þeim nauðug rannsökuð, hafi fundist mjólk í brjóstum hennar, er hún sagðist hafa haft í 15 ár, frá því hún fæddi barnið í Hellirskoti.

(tilvitnun lýkur)
11/
Guðrún Eilífsdóttir: Ólafur Björnsson lögréttumaður talar:

Kom það til orða milli mín og húsbónda hennar Jóns Daðasonar (segir vitnið), hafi þeim þá báðum samankomið að spyrja hana hér um? Og hafi hún svarað Jóni að blóð stæði með sér.
(framhald)
10/
Húsmóðir Bjargar Bjarnadóttur:

Ja, hun havde effter hendes mands tilkyndelse, undersögt hendes bryster, men ingen melk der udi befunden.
9/
að hún hafi með barnsgetnaði eður barnsþunga verið ... En ef Þorbjörg veigrar sér við þvílíkri skoðun, þá skikkast í sama máta Sigurði Guðmundssyni og Jóni Magnússyni á Miðskála að halda hennar höndum meðan hún skoðuð er, svo að hún nauðug ef ekki viljug endilega skoðuð verði, ...
(lokið)
8/
þetta var skv. skipun sýslumanns:

tilsegist og skikkast hér með upp á réttarins vegna 2veimur yfirsetukonum, Ingibjörgu Hallsdóttir á Núpi og Þuríði Eyjólfsdóttir á Grund, að skoða grandvarlega brjóst nefndrar Þorbjargar, hvort ei finnist nokkurt kennimerki ...
(framhald)
7/
....
Til merkis mitt undirskrifað nafn, sama ár og dag sem fyrr greinir, Jón Sveinsson.
Viðstaddir og áheyrandi voru við, þegar þetta framfór sem fyrr greinir, Jón Magnússon, Sigurður Guðmundsson.
(tilvitnun lýkur)
6/
Anno 1764 d. 21. Aprilis var skoðuð Þorbjörg Jónsdóttir eftir skikkun eðla sýslumannsins sr. Þorsteins Magnússonar af tveimur yfirsetukonum Ingibjörgu Hallsdóttur og Þuríði Eyjólfsdóttur, hvörjar hennar brjóst mjólkuðu og gaf sig þar út strax hrein mjólk.
(.... framhald í næsta)
5/

Fjórar af þessum sex konum voru handmjólkaðar til að reyna að sanna að þær hefðu fætt barn. Um þetta má líka finna dæmi í dómsmálunum í bók Más.

Þær voru Guðlaug Ólafsdóttir (1732), Björg Bjarnadóttir (1761), Þorbjörg Jónsdóttir (1766) og Guðrún Eilífsdóttir (1767).

Næst birtast kvót:
4/

Fyrirlesturinn byggir á 6 dulsmálum sem ég hef lesið við vinnu mína. Þau komu fyrir Yfirréttinn 1722, 1732, 1761, 1766, 1767.

Tvö fyrstu má lesa um í III bindi Yfirréttar eða hér:

open.substack.com/pub/kifogkla...
Helga Skúladóttir (1696-1724) og Guðlaug Ólafsdóttir (1697-?), sakborningar
Lag af vinnuplaylista: thousand eyes (FKA twigs)
open.substack.com
3/
Útgáfa Yfirréttarins er hálfnuð með 5 bindum. Alls verða þau 10 og innihalda 12 dulsmál (um 10% allra mála).

Einnig hafa verið gefnar út frumheimildir 14 dulsmála í þessari bók frá árinu 2000. Einungis eitt mál er sameiginlegt með þessum tveimur útgáfum svo hér er víður grundvöllur rannsókna.
2/
Dulsmál er heiti sakamála fyrr á öldum þar sem kona/par/aðstandendur leyndu þungun, fæðingu og greftrun barns. Í því fólst grunur um að barnið hefði verið drepið við fæðingu og lagt á ráðin um það í langan tíma.

*Þetta er minn skilningur sem ekki allir taka fyllilega undir.