banner
talbina.bsky.social
@talbina.bsky.social
Mikilvæg og þörf bók. Falleg, sár og mannleg. Mér fannst gott að lesa hana og kannaðist við margt eftir að hafa fylgt nákomnum ættingjum síðasta spölinn undanfarin ár. Það er ógeðslega erfitt og fátt í kerfinu sem gerir það auðveldara. Mæli með þessari bók
October 19, 2025 at 9:28 PM
Þetta var skemmtileg lesning, fljótlesin, góður titill og töff kápa
October 12, 2025 at 9:39 PM
Þetta var mjög skemmtileg bók og gerist að hluta til á Arnarnesi mínum gömlu heimaslóðum
September 25, 2025 at 8:51 PM
Ég fór í Góða hirðinn í gær og sá ekta fótanuddtæki í fyrsta skipti. Smá eins og að rekast á einhverja stjörnu
September 17, 2025 at 7:35 AM
Ókeypis örugg hjólageymsla í bílastæðahúsinu í Traðakoti á vegum Reiðhjólabænda í dag til miðnættis
August 23, 2025 at 10:15 AM
Lagningar dagsins í 102 Reykjavík
July 14, 2025 at 9:14 PM
Lagning dagsins
July 1, 2025 at 3:47 PM
Ég er búin að setja upp hengirúm í garðinum. Það er stórkostlegt
June 29, 2025 at 9:31 PM
Kríuegg
June 22, 2025 at 9:55 PM
Ungi
June 22, 2025 at 9:54 PM
Rabbabarauppskeran af svölunum
June 5, 2025 at 10:07 PM
Lagning dagsins
May 27, 2025 at 11:11 AM
Lagning dagsins: Bíl lagt alveg uppi á gangstétt við Lágafellslaug. Það var töluvert af lausum stæðum
May 17, 2025 at 9:42 PM
Morgunstund gefur gull í mund (eða orm 🪱🪱🪱)
May 12, 2025 at 9:56 AM
Ég hjólaði með fjölskylduna á tónleika á laugardaginn og hjólastæðin í bílakjallaranum í Hörpu voru full af hjólum. Dásamleg sjón
May 12, 2025 at 6:23 AM
Það var mjög erfitt að leggja löglega seinasta föstudag af óþekktum ástæðum
May 12, 2025 at 5:25 AM
Hjólaði á Póst-Jón í Þjóðleikhúskjallaranum. Óperan var jafnvel fyndnari og betri en Rakarinn frá Sevilla. Vel staðfærð og mikil leikgleði. Ein sýning eftir, mæli með
April 13, 2025 at 12:10 AM
Þetta eru einu pallbílarnir sem eru í lagi
April 12, 2025 at 8:47 AM
Lagning dagsins. Af hverju má vera á þessum bílum? Þetta er stórhættulegt og kemst hvergi fyrir. Alveg ótrúlega hálfvitaleg farartæki. Hausinn á mér nær ekki uppfyrir húddið á þessu og 4 ára sonur minn og 10 ára dóttir væru algjörlega ósýnileg bílstjóra þessa bíls
April 11, 2025 at 11:38 AM
Hjólaði helling í dag, með soninn í fimleika, á tiltektardag hjá Víkingi og til að heimsækja ömmu á Landakot. Ég er búin að hjóla 4018 km á hjólinu mínu síðan ég fékk það!
April 5, 2025 at 9:13 PM
Ég hjólaði ekkert í gær en ég hjólaði út um allt í dag og það var æði #30DaysOfCycling
April 5, 2025 at 12:43 AM
Kisa systir mín er komin í stutta heimsókn
April 3, 2025 at 12:17 AM
Hjólatúr dagsins var mjög stuttur, fór með gler í grenndargám. Ég var að flýta mér fullmikið þegar ég tók myndina 😂 #30DaysOfBiking
April 3, 2025 at 12:15 AM
Kaup dagsins. Fiskars zik Zak skæri í ágætu standi á 650kr í Góða hirðinum. Kosta ný tæpar 5000kr. Þarf að þvo þau og hreinsa pínu ryð en þau klippa mjög vel
March 29, 2025 at 12:28 AM
Fullkomlega stórkostlegir tónleikar með Ensími í Bæjarbíó. Lifandi tónlist er æði
March 29, 2025 at 12:12 AM