Heimildin
heimildin.bsky.social
Heimildin
@heimildin.bsky.social
Heimildin er óháður fjölmiðill sem stundar rannsóknarblaðamennsku. Hún varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar í janúar 2023.
Blaðamenn af Morgunblaðinu, Vísi og Þjóðmálum sameinuðust um að veita fólki úr viðskiptalífinu verðlaun. Þorsteini Má Baldvinssyni, stofnanda Samherja, var gefið málverk af honum sjálfum.
heimildin.is/grein/25654/...
November 26, 2025 at 10:12 AM
Eins og að panta kampavín og senda reikninginn á næsta borð, segir Einar Þorsteinsson borgarfulltrúi um lögfestingu stjórnvalda á réttindum fatlaðs fólks - sem sveitarfélög þurfa að standa undir.
heimildin.is/grein/25647/...
November 25, 2025 at 5:22 PM
Leiðtogi Kína lýsir símtali sínu við Bandaríkjaforseta, og þörfinni á að yfirtaka Taívan, á sama tíma og Bandaríkin þrýsta á Úkraínu að gefa Rússlandi eftir meira land.
heimildin.is/grein/25636/...
November 24, 2025 at 3:46 PM
„Al­menn­ing­ur og sam­tök hans geta ekki leit­að til ís­lenskra dóm­stóla með ágrein­ings­mál á sviði um­hverf­is­mála. Rétt­ur al­menn­ings til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar er ekki tryggð­ur á Ís­landi,“ skrif­ar Árni Finns­son í að­sendri grein. heimildin.is/grein/25625/...
November 21, 2025 at 2:06 PM
Stjórn­völd í Bretlandi fá harða út­reið í nýrri skýrslu um op­in­bera rann­sókn á við­brögð þar­lendra stjórn­valda við COVID-19 far­aldr­in­um.
heimildin.is/grein/25621/...
November 21, 2025 at 10:23 AM
Óvænt til­laga frá Banda­ríkj­un­um ger­ir ráð fyr­ir að Úkraína láti af hendi land­svæði til Rúss­lands og tak­marki varn­ar­mátt sinn.
heimildin.is/grein/25618/...
November 20, 2025 at 4:09 PM
Al­þjóð­leg­ur minn­ing­ar­dag­ur trans fólks er í dag, hald­inn á dán­ar­degi trans kon­unn­ar Chanelle Pickett sem var myrt í Bost­on ár­ið 1972.
heimildin.is/grein/25616/...
November 20, 2025 at 1:35 PM
Stýri­vext­ir Seðla­bank­ans eru nú 7,25% eft­ir lækk­un sem pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans birti í morg­un. All­ir nefnd­ar­menn voru sam­mála ákvörð­un­inni.
heimildin.is/grein/25599/...
November 19, 2025 at 8:37 AM
Leiðtogar ríkja ESB leggja drög að nýrri stefnu: Tæknilegt sjálfstæði og stafrænt fullveldi frá Bandaríkjunum og Kína.
heimildin.is/grein/25595/...
November 18, 2025 at 4:46 PM
Vef­ur CERT-IS ligg­ur niðri eins og vef­ir Al­þing­is og Stjórn­ar­ráðs­ins vegna óskil­greind­ar bil­un­ar hjá Cloudflare. „Al­var­leg­ur ör­ygg­is­brest­ur,“ seg­ir fyrr­ver­andi þing­mað­ur um hýs­ingu ís­lenskra gagna er­lend­is.
heimildin.is/grein/25589/...
November 18, 2025 at 2:20 PM
Bil­un hjá Cloudflare, sem sér um áreið­an­leika og ör­yggi vef­síðna, hef­ur vald­ið því að trufl­an­ir eru á ýms­um frétt­a­síð­um, sam­fé­lags­miðl­um auk Chat­G­PT. heimildin.is/grein/25588/...
November 18, 2025 at 12:16 PM
Fjöldi skipu­lagðra brota­hópa hef­ur tvö­fald­ast á síð­asta ára­tug, sam­kvæmt nýrri skýrslu grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. heimildin.is/grein/25565/...
November 14, 2025 at 11:47 AM
Ferða­menn náð­ust á mynd­band við að kasta stein­um í átt að sel­um við fjör­una í Ytri Tungu á Snæ­fellsnesi.
heimildin.is/grein/25559/...
November 13, 2025 at 4:16 PM
Guðni Th. Jó­hann­es­son talar nú frjálst um stjórnarskrána, eftir að hafa stigið úr stóli forseta, og gagnrýnir að hún hafi ekki verið uppfærð.
heimildin.is/grein/25557/...
November 13, 2025 at 2:31 PM
Meint­ar mútu­greiðsl­ur Sam­herja til að kom­ast yf­ir kvóta í Namib­íu eru sagð­ar nær tvö­falt hærri en upp­haf­lega var áætl­að.
heimildin.is/grein/25553/...
November 13, 2025 at 11:23 AM
Í borginni sem bannaði hunda hefur nú verið lögfestur réttur hunda- og kattaeigenda til þess að halda gæludýr í fjölbýli, án þess að nágrannar þurfi að veita samþykki.
heimildin.is/grein/25550/...
November 12, 2025 at 6:06 PM
Fé­lags­mála­ráð­herra beygði af þeg­ar at­kvæða­greiðsl­ur fóru fram um samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir stundu. Samn­ing­ur­inn var loks lög­fest­ur tíu ár­um eft­ir að hann var full­gilt­ur. heimildin.is/grein/25549/...
November 12, 2025 at 4:31 PM
Þor­leif­ur Kamb­an lést langt fyr­ir ald­ur fram en af­rek­aði margt á stuttri ævi. Hann var lista­mað­ur og graf­ísk­ur hönn­uð­ur auk þess sem hann fékk verð­laun fyr­ir heim­ild­ar­þáttar­öð um barns­fæð­ing­ar. heimildin.is/grein/25548/...
November 12, 2025 at 2:25 PM
Nýr kántrísöngvari sem toppaði Billboard-listann í síðustu viku, Breaking Rust, reyndist vera gervigreind. Rannsókn sýnir að mannfólk greinir ekki lengur á milli tónlistar sem sköpuð er af gervigreind og mönnum.
heimildin.is/grein/25544/...
November 12, 2025 at 11:27 AM
Sex­tíu pró­sent svar­enda í könn­un Maskínu eru ánægð­ir með störf Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráð­herra. Fæstir sem kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn eru ánægð­ir með störf for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. heimildin.is/grein/25530/...
November 10, 2025 at 11:56 AM
Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lát­ið af embætti. heimildin.is/grein/25529/...
November 10, 2025 at 11:17 AM
Fannar Freyr háði harða baráttu við fíkn en öðlaðist kjark til þess að reyna að ná bata eftir áhrifaríkt samtal við afa sinn.
heimildin.is/grein/25483/...
November 7, 2025 at 7:05 PM
Sam­fylk­ing­in er eini flokk­ur­inn á Al­þingi sem hefur ekki skil­að inn árs­reikn­ingi til Rík­is­end­ur­skoð­anda, en frestur er runninn út.
heimildin.is/grein/25501/...
November 6, 2025 at 7:00 AM
„Forvitnileg sýning sem skilur þó eftir tilfinningalegt tómarúm,“ segir leikhúsgagnrýnandi Heimildarinnar um Hamlet.
heimildin.is/grein/25493/...
November 5, 2025 at 7:30 PM
Banda­ríkja­for­seti hef­ur lát­ið aflífa minnst 67 manns án dóms og laga vegna gruns um eiturlyfjasmygl. Einn þeirra sem lifðu af var lát­inn laus án ákæru.
heimildin.is/grein/25504/...
November 5, 2025 at 4:34 PM