Óskar Árnason
banner
angurvaki.bsky.social
Óskar Árnason
@angurvaki.bsky.social
Einn helsti borðspilasérfræðingur landsins, þriggja barna faðir í Árbænum og yfirfræsari.
6 ára:"Má ég fá hvirfilbyljasnakk"

...hvirfilbyljasnakk?

"Já, svona sem er eins og hvirfilbylur"

Ah, böggles.
December 29, 2025 at 12:00 AM
Ég var búinn að bölva Hallgrími og næstum spyrja hann á bókamessunni hvort hann færi nú ekki að drífa í því að lesa inn Sextíu kíló af sunnudögum, en settist niður á jóladag og las í einni beit á tveimur sólarhringum til þess að ljúka þessu af.

Lítið vissi ég, en sé nú ekki eftir því.
December 27, 2025 at 8:58 PM
Ég leyfi mér að efast.
December 24, 2025 at 9:57 PM
Í bílnum hljómar 'Killing in the name of' með Rage against the Machine. Úr aftursætinu heyrist í mjórri rödd svo ég lækka til að heyra í honum.

"Mér finnst Pantera og Metallica betri gítarleikarar"
December 21, 2025 at 9:02 PM
Það má segja að ég sé vanafastur, en að skipta um tönn fríhendis og hún mælist á því sama upp á brot úr millimetra er full mikið.
December 18, 2025 at 3:58 PM
Það er einhver brandari þarna um hvað Björn Ingi er dýr í rekstri.
December 18, 2025 at 12:18 PM
December 16, 2025 at 11:58 AM
Sá frétt um "Gímaldið.is" og hugsaði "Hey, ég gleymdi alltaf að skoða það framtak!

Sá þessa grein og lokaði síðunni, sorry.
December 14, 2025 at 6:13 PM
Andskotinn, ég er úr leik. Ég ætti nú að hafa vit á því að hafa peltorana á mér á meðan Bylgjan er opin í sama rými.
#whamageddon
December 11, 2025 at 2:25 PM
Reposted by Óskar Árnason
Ugh, the default OpenAI color balance again
December 9, 2025 at 9:08 PM
Spurningin "Hversu háa fjárhæð þarftu til að geta hætt að vinna?" flaut um forritið fyrir nokkru, en "Hversu mikið þarftu til þess að framkvæma það sem þú vilt?" er engu áhugaverðari spurning.
December 8, 2025 at 12:06 AM
Mikið skil ég samt Þórunni Sveinbjarnardóttir, forseta Alþingis.
December 6, 2025 at 7:32 PM
Ég skil ekki alveg út á hvaða tún Sólveig Anna er að reyna að koma sér.
December 6, 2025 at 11:14 AM
Endur­heimtu verð­mætt háls­menið úr þörmum þjófsins
December 5, 2025 at 8:28 AM
Ég er að hlusta á viðtal við tvo borðspilahönnuði. Nú heita Íslendingar gjarnan indjánanöfnum, Loyal Raven son of Wishing, en ég velti fyrir mér hvernig þetta verður ef við gnörrum eftirnöfnin.

Hér eru borðspilahönnuðirnir Páll Dauði og Ásgeir Kúrbítur (Paolo Mori og (Alessandro Zucchini)
December 4, 2025 at 2:16 PM
Inná málspjallinu veltir Eiríkur fyrir sér góðri þýðingu á rage-bait, en mér finnst nú pínu fyndið að angurvaki er ekkert hræðileg þýðing.
December 2, 2025 at 12:00 AM
Þegar ákveðnir einstaklingar á hinum staðnum hampa barnabók vakna vissar spurningar. X reikningur höfundar er blanda af transfóbíu og útlendingahatri, og Páll Vilhjálmsson skrifar pistil um hana á bloggsíðu sinni.

Ég skil ekki alveg hvernig þessi bók komst inn í Forlagið og helstu bókabúðir.
December 1, 2025 at 6:58 PM
Alltaf þegar ég sé Stefán Mána væla undan bókasölu á Twitter hugsa ég út í að honum er tileinkuð heil hilla í Góða Hirðinum.
November 28, 2025 at 10:09 PM
Það kom aldeilis fjársjóður úr geymslunni hjá mömmu. Annar Game Boy, en dauðir pixlar í skjá. Hann er þá kannski kandídat í að prófa að skipta og setja baklýstan.
November 27, 2025 at 9:25 PM
Cursed prentunin af Hobbitanum í boði fyrir snögga.
November 20, 2025 at 6:56 PM
MÁLFRELSI

Fyrir því sjaldan hef ég haft
heimsku minni að flíka.
En þegar aðrir þenja kjaft,
þá vil ég tala líka.

-Káinn
November 19, 2025 at 9:10 PM
Sko, tæknilega séð hafa aldrei fleiri talað Íslensku.
November 19, 2025 at 1:49 PM
Bjarni Benediktsson gæti gert fyndnasta hlut í heimi og keypt Valhöll.

Ráfað svo um eins og draugur og gert upp fortíðina. Sér ekki eftir neinu, einn stendur hann hér eftir.
November 18, 2025 at 3:34 PM
Þessi tollaákvörðun á eftir að verða svo mikil apaloppa.
a cartoon hand reaching out towards a purple object
ALT: a cartoon hand reaching out towards a purple object
media.tenor.com
November 18, 2025 at 12:37 PM
Ef einhver skoðar mest seldu bækurnar á Nexus.is sérðu að þar er nokkuð af barnabókum.

Dagbók 3 er mest selda bók frá upphafi, og Fimm nætur hjá Fredda serían eru yngstu og dyggustu lesendur sem ég verð var við.

Hvorugt hefur verið þýtt.
November 17, 2025 at 11:55 AM